Fjórir einstaklingar hafa látist eftir að bygging hrundi í miðborg Madríd, höfuðborg Spánar, í gær. Tveir látnir fundust seint í gærkveldi nærri Plaza Mayor, vinsælum ferðamannastað, nokkrum klukkustundum eftir að byggingin hrundi að hluta til. Slökkviliðsmenn fundu hin tvo látnu í nótt, samkvæmt upplýsingum borgarstjórans Jose Luis Martinez-Almeida.
Borgarstjóri sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna, vina og samstarfsfólks fórnarlambanna á þessum erfiðu tímum í færslu á samfélagsmiðlinum X. Að sögn spænsku neyðarþjónustunnar voru fórnarlömbin þrír karlar sem unnu á svæðinu og ein kona sem hafði umsjón með framkvæmdunum. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að verkamennirnir væru frá Mali, Gíneu og Ekvador.
Byggingin, sem áður hýsti skrifstofur, var í endurbyggingu og átti að verða hótel. Hún var sex hæðir og um 6.700 fermetrar að flatarmáli.