Jennifer Lopez virtist ekki sérstaklega hrifin af spurningu um fyrrverandi eiginmann sinn, Ben Affleck, í nýlegu viðtali á Today Show. Hún var þar til að kynna nýju kvikmyndina sína, Kiss of the Spider Woman, þar sem Affleck er einn af framleiðendum.
Í viðtalinu spurði sjónvarpsmaðurinn Craig Melvin: „Skilnaður þinn og Ben…“ en þá greip Lopez inn í og sagði með hlátri: „Ný byrjar þetta.“ Melvin reyndi að halda áfram, en Lopez bætti við: „Sjá þennan gaur.“
Melvin náði að klára setninguna með því að segja: „Fyrrverandi maðurinn þinn er framleiðandi myndarinnar!“ Lopez svaraði: „Hann er það. Ef það væri ekki fyrir Ben þá hefði myndin ekki orðið að raunveruleika og ég mun alltaf gefa honum heiðurinn fyrir það.“
Í öðru viðtali, sem Affleck gaf við Extra, hrósaði hann Lopez fyrir frammistöðuna í myndinni. Hann sagði: „Hún gaf allt sitt í myndina. Hún vann hörðum höndum. Þú sérð alla hennar hæfileika, sem einhver sem ólst upp við að horfa á klassískar söngvamyndir. Hún gerir allt í þessari mynd.“