Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun heimsækja Jerúsalem á sunnudaginn samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofu Ísraels. Þetta kemur í kjölfar þess að Trump tilkynnti um vopnahlé sem Ísrael og Hamas hafa samþykkt á Gasasvæðinu.
Í tilkynningunni kemur fram að í framhaldi af þessum tíðindum hafi verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum viðburði í húsnæði forseta Ísraels á sunnudaginn. Ástæðan fyrir frestuninni tengist „fyrirhugaðri heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Ísraels,“ eins og fram kemur í tilkynningunni.