Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Arsenal hafi verið sektað fyrir brot á reglum í tengslum við leik liðsins gegn Manchester United í þriðju umferð enska bikarsins í janúar síðastliðnum.
Í tilkynningu sambandsins kom fram að Arsenal hefði ekki fylgt þeim reglum sem snúa að miðum sem gestaliðið á að fá. Þetta leiddi til þess að Manchester United fékk ekki þá miða sem þeim var réttur.
Samkvæmt niðurstöðu sambandsins var ákveðið að Arsenal hefði brotið reglurnar og fékk félagið skilorðsbundna sekt að upphæð 500 þúsund punda. Sektin verður ekki innheimt ef Arsenal getur sýnt fram á að það uppfylli kröfur sambandsins í þriðju umferð bikarsins á þessu tímabili.
Vert er að geta þess að Manchester United vann leikinn í vítaspyrnukeppni.