Ísland tapaði fyrir Úkraínu með 3-5 í spennandi leik á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Eftir leikinn hélt landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson blaðamannafund þar sem hann talaði um mikilvægi leikmannsins Hákonar Arnar Haraldssonar.
Arnar lagði áherslu á að hann myndi frekar vilja hafa fleiri leikmenn á borð við Hákon inn á vellinum, þar sem hæfileikar hans skila sér bæði í uppspili og í sókn. „Við viljum helst hafa 2-3 Hákona inn á vellinum. Málið er að dínamíkin sem hann og Hákon eru með saman er ótrúleg. Hún hjálpar okkur að halda boltanum og koma okkur í góðar stöður,“ sagði Arnar.
Hann bætti við að Hákon væri sérstaklega mikilvægur fyrir uppspil liðsins. „Ég held þið hafið alveg séð það að tengingin milli hans og Ísaks er mjög mikilvægt fyrir okkar leik,“ sagði hann.
Ísland átti mikið af boltanim í leiknum, en Úkraína nýtti sér tækifærin betur. „Lykil atriðið er að passa betur upp á boltann. Ég held það sé frekar, betri ákvarðanataka með boltann,“ sagði Arnar. Hann útskýrði að leikirnir í „transition“ hjá þeim voru oft að koma þegar Ísland reyndi að spila boltann í gegnum miðjuna.
„Maður getur ekki verið með stýripinna á hliðarliðunni og reynt að stjórna þessu algjörlega. Þetta eru bara ákvarðanir sem menn taka þar og þá, stundum tekst það og stundum ekki,“ bætti Arnar við. Ákvarðanir sem liðið tekur verða að vera betri til að forðast að fá á sig mörk.
Þrátt fyrir tapið mun Ísland halda áfram að vinna að því að bæta sig í komandi leikjum.