Bleiki dagurinn nálgast, en hann fer fram þann 22. október. Þann dag brjótast margir út úr hversdagsleikanum og bjóða upp á bleikar sælkerakræsingar. Markmiðið með þessum sérstaka degi er að sýna stuðning við allar konur sem greinst hafa með krabbamein.
Guðrún Erla Guðjónsdóttir, bakari og konditor, hefur ákveðið að taka þátt í þessum viðburði með því að bjóða upp á dásamlegar Berlínarbollur með hindberjasultu. „Ég ætla að klæða mig í bleikt þennan dag og styðja Bleiku slaufuna. Einnig mun ég baka fleiri bleikar kræsingar og prófa eitthvað nýtt. Það skiptir máli að taka þátt – það þarf ekki mikið til, bara að sýna að maður sé með og veiti stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á kræsingar í bleikum búningi,“ útskýrir Guðrún um bollurnar sínar.
Berlínarbollurnar hennar Guðrúnar eru ekki yfirgnæfandi bleikar, þær eru auðveldar í gerð og skemmtilegar í framsetningu. Þetta gefur henni tækifæri til að leika sér í eldhúsinu og njóta þess að búa til eitthvað fallegt og bragðgott fyrir góðan málstað.