Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir og EFLA verkfræðistofa hafa tilkynnt um nýtt stefnumarkandi samstarf sem mun sameina hugbúnaðarlausnir Klappa við sérfræðiráðgjöf EFLU. Markmið samstarfsins er að veita íslenskum fyrirtækjum heildstæða lausn á sviði sjálfbærniupplýsingagjafar, sem felur í sér vinnu við gerð og yfirferð á sjálfbærniskýrslum.
Í tilkynningu fyrirtækjanna kemur fram að samstarfið mun auka þjónustu við núverandi viðskiptavini Klappa og mætir vaxandi eftirspurn eftir ráðgjafaþjónustu í tengslum við sjálfbærniuppgjör. EFLA mun leika mikilvægt hlutverk í samstarfsneti Klappa, með áherslu á að aðstoða við gerð og yfirferð á sjálfbærniuppgjörum fyrirtækja.
„Samstarfið við EFLU er gríðarlega mikilvægt. Með því að sameina krafta beggja fyrirtækja sköpum við grundvöll til að veita fleiri fyrirtækjum betri þjónustu í tengslum við utanumhald og gerð sjálfbærniuppgjalda. Eftirspurn eftir sjálfbærniskýrslugerð og ráðgjöf hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Það er afar mikilvægt að íslensk fyrirtæki haldi áfram á sinni sjálfbærnivegferð, þar sem nákvæmt umhverfisbókhald er lykilatriði í að Ísland nái sínum markmiðum í loftslagsmálum,“ segir Íris Karlsdóttir, framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum.
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagsviðs hjá EFLU, bætir við: „Samlegðaráhrifin af hugbúnaðarlausn Klappa og ráðgjöf EFLU eru ótvíræð. Saman getum við boðið viðskiptavinum hnoðralausa upplifun, allt frá stuðningi við gagnaöflun og greiningu til stefnumótunar og lokaskýrs slugerðar.“
Íris og Helga eru sammála um að þessi nálgun, sem sameinar ráðgjöf og hugbúnaðarlausn, sé hönnuð til að veita viðskiptavinum heildstæða sýn á umhverfisáhrif þeirra. Með því að sameina þessa þætti er hægt að auðvelda fyrirtækjum að taka gagnadrifnar ákvarðanir sem styðja við sjálfbæran vöxt. Þær telja að samstarfið muni gegna lykilhlutverki í að styðja við metnaðarfull loftslagsmarkmið Íslands með því að veita viðskiptavinum aðgang að nauðsynlegri sérfræðiþekkingu fyrir gagnsæja og áreiðanlega upplýsingagjöf.