Fyrirsætan Bella Hadid stóð sig frábærlega á tískupallinum á undirfatasýningu Victoria“s Secret, sem fór fram í New York í gærkvöldi. Bella, sem er 28 ára, hefur barist við Lime-sjúkdóminn í meira en tíu ár, og síðustu mánuðir hafa verið sérstaklega erfiðir fyrir hana.
Þessi sýning var haldin annað árið í röð eftir sex ára pásu, þar sem vörumerkið var að glíma við erfiðleika. Sýningin var í beinu streymi á sjónvarpsstöðinni Amazon Prime Video, og var endurvakið klassískt og kynþokkafullt yfirbragð sem áður einkenndi sýningarnar.
Margir þekktir einstaklingar úr tískuheiminum tóku þátt í sýningunni, þar á meðal Emily Ratajkowski, Adriana Lima, Irina Shayk, Alessandra Ambrosio og eldri systir Bellu, Gigi Hadid.
Í tískuhefð Victoria“s Secret er venjan að hafa tónlistarmenn á sviðinu á meðan fyrirsæturnar ganga pallinn, og á þessari sýningu léku Missy Elliott, Karol G, K-Pop hópurinn TWICE og Madison Beer.
Fyrirtækið Victoria“s Secret var stofnað árið 1977 af Roy Raymond og eiginkonu hans Gaye. Fyrsta sýningin þeirra var haldin árið 1995 og hefur sýningin verið ein af aðalviðburðum í tískuheiminum síðan þá.