Vörugjald á nýja rafmagnsbíla og önnur ökutæki sem nota hreina íslenska orku verður afnumið samkvæmt tillögu Daða Márs Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tillagan hefur verið lögð fram fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Þetta er hluti af fjarlaagafrumvarpi fyrir árið 2026 og hefur það að markmiði að styðja við orkuskipti og einfalda skattkerfið. Ráðherrann sagði: „Við erum að stuðla að því að það verði hagkvæmara að kaupa bíla sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku í stað innfluttrar orku.“ Með þessu er einnig stefnt að því að ná markmiðum í loftslagsmálum.
Samkvæmt tilkynningu felur tillagan í sér breytingar sem gera ráð fyrir að ríkissjóður fái 7,5 milljarða króna í auknar tekjur árið 2026. Hins vegar er einnig reiknað með að þessar tekjur gætu minnkað á næstu árum í takt við aukin orkuskipti.