Dr. María Sigurðardóttir fagnaði merkilegum áfanga í lífi sínu þegar hún, 70 ára gömul, varði doktorsritgerð sína í fræðigrein sinni við Háskóla Íslands þann 26. september. María, sem er átta mánuðum eldri en eiginmaður hennar, Ríkarð Sigfússon, bæklunarskurðlæknir, útskrifaðist úr sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum árið 1990 í Svíþjóð.
María kom heim til Íslands árið 1992 og hóf störf á Landspítalanum, þar sem hún starfaði þar til starfsferli hennar lauk í október í fyrra. Þrátt fyrir að vera nýkomin á eftirlaun, var hún ákveðin í að ljúka doktorsritgerð sinni. „Ég hélt þó áfram að vinna við að ljúka doktorsritgerðinni og er doktor-doktor núna ef svo má segja, búin að ljúka æðstu gráðu sem Háskóli Íslands veitir, Ph.D,“ sagði María í viðtali við Morgunblaðið rúmri viku eftir doktorsvörnina.