Aron Can Gültekin, tónlistar- og athafnamaður, varð fyrir svikahrappi í sumar þegar hann millifærði fjórar milljónir króna til aðila sem hann taldi vera áreiðanlegan viðskiptafélaga. Aron, sem rekur fyrirtækið R8IANT, sem sérhæfir sig í sölu á salti og steinefnum úr íslensku sjávarsalti, greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á TikTok.
Í myndbandinu segir Aron: „Ég var scam-aður,“ áður en hann útskýrir atburðarásina. R8IANT hafði notað sama innpökkunaraðila frá því fyrirtækið hóf starfsemi fyrir tveimur árum. Þegar lagerinn seldist upp á innan við þremur vikum, hafði hann samband, lagði inn pöntun og fékk í framhaldi sendan reikning.
Daginn eftir kom að honum tölvupóstur þar sem fram kom að reikningurinn væri enn ógreiddur. Þar var einnig tilkynnt að fyrirtækið væri að skipta um viðskiptabanka og fylgdu nýjar bankaupplýsingar með póstinum. Aron millifærði upphæðina á nýja bankareikninginn án þess að gruna um neitt. Nokkrum dögum síðar fékk hann tölvupóst frá raunverulegum innpökkunaraðila sem upplýsti hann um að reikningurinn væri enn ógreiddur.
Aron hafði þá samband við sinn banka hér heima sem staðfesti að upphæðin hefði þegar verið tekin út af reikningnum. Eftir að hafa sent skjáskot af póstinum með nýju reikningsupplýsingunum á innpökkunaraðilann, varð honum ljóst að hann hafði orðið fyrir svikum.
Aron sat á veitingastað í Milánó, ásamt sambýliskonu sinni, Ernu María Björnsdóttir, þegar hann fékk staðfestingu um að um svik væri að ræða.