Forsvarsmenn nokkurra af stærstu flugfélögum í Evrópu hafa á síðustu dögum gagnrýnt nálgun Evrópusambandsins á flugiðnaðinn, sérstaklega þegar kemur að reglum um kaup á kolefniseiningum og sjálfbæru flugeldsneyti. Þeir telja að þessar reglur ógni samkeppnishæfni evrópsks flugiðnaðar, samkvæmt skýrslu Financial Times.
József Váradi, forstjóri Wizz Air, sagði í viðtali að stjórnvöld í Evrópu virðist ekki meta flugiðnaðinn sem strategískt mikilvægan eins og áður. „Ég held að flugiðnaðurinn sé ekki lengur álitinn mikilvægt eins og hann var,“ sagði hann. Hann benti á mikilvægi þess að Evrópa huga að samkeppnishæfni sinni gagnvart ríkjum eins og Kína, Bandaríkjunum og Miðausturlöndum.
Forstjórar Air France-KLM og Lufthansa hafa einnig kallað eftir því að evrópsk flugfélög fái að keppa á „jófnum leikvelli“ við samkeppnisaðila sína í Miðausturlöndum, sérstaklega í tengslum við lög sem miða að því að draga úr losun kolefnis. Í fréttum kemur fram að flugiðnaðurinn hafi verið sérstaklega gagnrýninn á skilyrði um íblöndun sjálfbærs flugeldsneytis, þar sem mið-austurlensk flugfélög geti notað slíkt eldsneyti í tengiflugi til Asíu.
Michael O“Leary, forstjóri Ryanair, tók einnig undir að skilyrðin um að greiða fyrir kolefniseiningar í ETS kerfinu vegna fluga innan Evrópusambandsins skapi ójafnvægi fyrir evrópska áfangastaði. „Fjölskylda sem flýgur frá Brussel til Spánar og síðan til Kanaríeyja greiðir ETS gjöld upp á um 120 evrur fyrir fjóra, en ef hún fer til nágrannalandsins Marokko er pakkinn 120 evrum ódýrari,“ sagði hann á blaðamannafundi í þessum mánuði.
Fluggeirinn hefur einnig átt í deilum við stjórnvöld um reglur sem ákvarða hversu margar farangurstöskur farþegar mega taka með sér án þess að greiða aukalega. Á Spáni var úrskurðað að farþegar megi taka með sér tvær töskur án auka gjalds. Flugfélög hafa haldið því fram að það stuðli að lægri fargjöldum að geta rukkað farþega um viðbótargjöld fyrir farangur. József Váradi hefur verið mjög gagnrýninn á þessa reglu og sagði að það sé ómögulegt að bjóða upp á tvær töskur fyrir hvern farþega. „Ég veit ekki hverjir eru að koma með svona hugmyndir. Þetta er bara ómögulegt, þetta gengur ekki upp,“ sagði hann.
Wizz Air, sem hóf starfsemi sem ungverskur keppinautur Ryanair og flýgur nú til 200 flugvalla í 55 löndum, hefur orðið fyrir rekstraráföllum á síðustu árum. Gengi félagsins hefur fallið um meira en 20% á árinu.