Í dag, klukkan 16.15, mætast Víkingur og Valur í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli í Reykjavík.
Víkingur hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, en Valur er í góðri stöðu og nær öruggur í öðru sæti deildarinnar. Mbl.is mun vera á Víkingsvelli og flytja beinar textalýsingar af leiknum.