Los Angeles Lakers tryggði sér annan sigur í röð í NBA-deildinni í nótt, þegar liðið tók á móti Sacramento Kings. Leiknum lauk með sjö stiga sigri, 127:120. Austin Reaves stóð upp úr í þessum leik, þar sem hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.
LA Lakers var án sinnar helstu stjörnu, Luka Doncic, sem meiddist á fingri í fyrstu umferð deildarinnar. Hægt er að búast við að Doncic snúi hratt til baka á völlinn. Liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildarinnar með tvo sigra í þremur leikjum, en þeir töpuðu í fyrstu umferð fyrir Golden State Warriors.
Önnur úrslit næturinnar í NBA voru: LA Clippers sigruðu Portland 114:107, Dallas tók sigur á Toronto 139:129, Minnesota vann Indiana 114:110, Cleveland vann Milwaukee 118:113, Miami sigraði New York 115:107, Washington tapaði fyrir Charlotte 113:139, Detroit sigraði Boston 119:113, og San Antonio vann Brooklyn 118:107.