Allt flug um Brandenburg-flugvöll í Berlín, Þýskaland var stöðvað í tæpar tvær klukkustundir í kvöld. Ástæðan var að óþekktir drónar sáust á flugi nærri flugvellinum.
Flugferðunum var hætt á milli 19:08 og 21:58 að íslenskum tíma. Allar komur og brottfarir voru stoppaðar, sem leiddi til þess að mörgum flugvélum var gert að lenda í öðrum borgum í Þýskalandi á meðan á þessu stóð.
Í síðustu viku hafa flugvellir víða um Evrópu einnig verið lokaðir vegna sambærilegra aðstæðna. Lokanir hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn, Madrid, Lissabon, Alicante og London, öll vegna drónaflugs í nágreni við flugbrautir.