Max Dowman, leikmaður Arsenal í Englandi, skráði nafn sitt í sögubækurnar í kvöld þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.
Dowman kom inn á sem varamaður fyrir Arsenal á útivelli gegn Slavia Prag í Tékklandi á 72. mínútu leiksins. Hann fagnar ekki 16 ára afmælinu sínu fyrr en á gamlársdag, og er því aðeins 15 ára og 308 daga gamall.
Fyrri metið átti Youssoufa Moukoko, sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði með Dortmund í Þýskalandi gegn Zenit frá Pétursborg árið 2020.