Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði í kvöld þegar RB Leipzig vann Jena í 9. umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta. Leikurinn fór fram í Leipzig og lauk með 2:0 sigri Leipzig.
Emilía kom liðinu yfir með marki á 20. mínútu leiksins, sem er annað mark hennar í röð og annað mark á tímabilinu. Leipzig hefur nú safnað 13 stigum og situr í áttunda sæti deildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Bayern München.
Auk þess lék Ingibjörg SigurðardóttirFreiburg, sem tapaði fyrir Hoffenheim með 2:1. Freiburg situr í sjöunda sæti deildarinnar, einnig með 13 stig.