Efnastofnun Sviþjóðar hefur varað við vinsælum tuskudýrum, sem oftast eru þekkt sem Lafufu, vegna þess að bönnuð eiturefni hafa fundist í þeim. Stofnunin hvetur fólk til að farga þessum dýrum hið snarasta.
Samkvæmt sérfræðingum geta eiturefnin truflað hormónastarfsemi og haft neikvæð áhrif á frjósemi ef fólk er útsett fyrir þeim í langan tíma. Frida Ramström, sérfræðingur hjá Efnarannsóknastofu Svíþjóðar, sagði: „Að eiga eina svona dúkku skaðar þó engan. En við vitum að þessi efni eru ekki föst í plastinu að eilífu, þau leka út og enda til dæmis í ryki á heimilinu, sem fólk andar að sér.“
Labubu-tuskudýrin, sem framleidd eru í Kína, hafa notið mikilla vinsælda um heim allan, meðal bæði barna og fullorðinna. Eiturefnin, sem fundust í Lafufu-tuskudýrunum, eru bönnuð innan Evrópu.