Thomas Frank, stjóri Tottenham, var að vonum svekktur eftir jafnteflið gegn Manchester United. Liðið kom til baka í uppbótartíma eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik, en Matthijs de Ligt jafnaði metin í blálokin.
„Frammistaðan var mjög jákvæð, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum í planið og strúktúrinn. Gerðum réttu hlutina og héldum í trúna. Það er risastórt þegar þú horfir til baka á Chelsea leikinn. Við höfum ekki unnið mikið á heimavelli,“ sagði Frank.
Hann bætti við: „Við héldum áfram og einbeittum okkur ekki að einhverju sem við áttum ekki að hugsa um. Við komum til baka og skorum frábært mark, en auðvitað er maður svekktur að fá mark svona seint á sig ellefu á móti tíu. Hversu oft hefur maður séð þetta?“