Íslenska landsliðið í fótbolta var að stíga inn á Neftçi Arena í Baku þar sem liðið mætir Aserbaídsjan í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 17.00.
Blaðamaður mbl.is er á staðnum og skýrir frá því að leikmenn Íslands hafi verið baulaðir hressilega af um 4.000 áhorfendum sem væntanlegir eru á leikinn.
Bein textalýsing á leiknum verður í boði hér fyrir neðan.