Morðið á ungri úkraínskri flóttakonu í lest í Norður-Karólínu hefur orðið að umtalsefni í pólitísku samhengi. Decarlos Brown Jr., 34 ára, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð á Irínu Sarútsku, sem var aðeins 23 ára. Myndband sem sýnir morðið, tekið úr öryggismyndavélum lestarkerfisins, hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum og endurvakið umræðu um glæpatiðni í Bandaríkjunum.
Pam Bondi, dómsmálaráðherra, sagði: „Hrottalegt morð Irínu Sarútsku er bein afleiðing af misheppnaðri stefnu um linkind gagnvart afbrotum, þar sem glæpamenn hafa verið settir framar saklausum einstaklingum.“ Hún hefur lofað að fara fram á hörðustu mögulegu refsingu í málinu. Alríksaksóknarar í Norður-Karólínu hafa aftur á móti hafnað ásökunum um að þetta sé „pólitísk leikrit.“
Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu: „Ef borgarstjórar geta ekki tryggt öryggi í lestum sínum, eiga þeir ekki skilið peninga skattgreiðenda.“ Charlotte í Norður-Karólínu fær milljónir dollara í alríki framlag til samgangna sem dekka um 12% af rekstrarkostnaði almenningssamgangna og meira en helming af stofnkostnaði, samkvæmt upplýsingum frá alríkissamgöngustofnuninni.
Vi Lyles, borgarstjóri Charlotte og demókrati, sagði að dómsstólar og dómarafulltrúar hefðu brugðist almennings og hét því að auka eftirlit og mönnun lögreglu í almenningssamgöngum. Irína Sarútska flúði stríðið í Úkraínu árið 2022 með móður sinni og systkinum. Í minningargrein á vefnum skrifuðu fjölskyldumeðlimir hennar að hún hefði fljótt aðlagast lífinu í Bandaríkjunum og verið hæfileikaríkur listamaður.
Morðið hefur vakið mikla umfjöllun í fjölmiðlum í heimalandi hennar, Úkraínu, þar sem fjallað var um áfallið, sorgina og umræðuna um glæpatiðni í Bandaríkjunum. Sarútska lést þann 22. ágúst, en að mati netverja hefur málið ekki fengið réttláta athygli í bandarískum fjölmiðlum.
Þrátt fyrir að glæpatiðni í Bandaríkjunum sé enn lægri en þegar hún náði hámarki í heimsfaraldrinum, hafa gagnrýnendur bent á málið til að vekja athygli á ótímabærum lausnum úr fangelsi og þeirri athygli sem fjöldi vinstrisinnaðra fjölmiðla hefur veitt morðinu.
Morðið hefur því orðið að pólitískri umræðu í Bandaríkjunum, og var það síðasta sem Charlie Kirk tjáði sig um á X, áður en hann var ráðinn af dögum í gærkveldi. Móðir Brown hefur óskað eftir nauðungarvistun fyrir son sinn, og aðrir íhaldsmenn velta fyrir sér hvers vegna Brown fékk að ganga frjáls þrátt fyrir mikla glæpasögu sína, sem felur í sér dóma fyrir vopnað rán, þjófnað og innbrot.
Hægrisinnaðir áhrifavaldar hafa sagt að morðið hafi orðið vegna kynþáttahaturs, þar sem meintur morðingi gerði athugasemd við húðlit fórnarlambsins. Brown, sagður heimilislaus og með alvarleg andleg veikindi, var handtekinn í janúar eftir að hafa ítrekað hringt á neyðarlínuna frá spítala, en var látinn laus. Því hefur verið haldið fram á veraldarvefnum að Brown hafi sagt: „Ég náði þessari hvítu stelpu,“ þegar hann réðst á Sarútsku, en ekkert hljóð er á upptöku úr eftirlitsmyndavélinni og engar sannanir styðja þessa fullyrðingu.