Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur fengið skilorðsbundið bann í einu leik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið dæmdur af UEFA vegna hegðunar sinnar í tapi liðsins gegn Inter í undanúrslitum síðasta tímabils.
Samkvæmt fregnum frá spænska miðlinum Mundo Deportivo hefur Barcelona áfrýjað þessu ákvæði og fengið jákvæða niðurstöðu. Flick mun því ekki sitja út leikinn gegn Newcastle á St. James“ Park næstkomandi fimmtudag.
Þó að hann sleppi leikbanninu mun Flick samt þurfa að greiða sekt upp á 20 þúsund evrur. Hann hefur einnig fengið eins árs skilorðsbundið bann, sem þýðir að ef hann brýtur af sér á næsta ári, mun hann þá verða dæmdur í leikbann.
Marcus Sorg, aðstoðarmaður Flick, er einnig á skilorði samkvæmt sömu reglum.