Constance Marten, 38 ára bresk kona úr auðugri aðalsfjölskyldu, var í dag dæmd í 14 ára fangelsi ásamt kærasta sínum, Mark Gordon, 51 árs, fyrir að hafa svipt nýfædda dóttur sína, Victoria, lífi.
Marten og Gordon lögðu á flótta í byrjun árs 2023 ásamt dóttur sinni í kjölfar þess að fjögur önnur börn þeirra voru tekin af heimili þeirra og færð í vörslu barnaverndaryfirvalda. Þau voru handtekin í Brighton í febrúar sama ár eftir að hafa verið á flótta í um sjö vikur. Victoria var ekki með þeim þegar þau voru handtekin, og fannst hún látin nokkrum dögum síðar í innkaupapoka í miðjum grænmætisgarði.
Réttarfarslegar skýringar gerðu ráð fyrir að hún hefði látist vegna ofkælingar. Við réttarhöldin hélt Marten því fram að dóttir hennar hefði dáið vegna þess að hún hefði óvart sofnað ofan á henni í tjaldi á meðan á flóttanum stóð. Hins vegar taldi dómarinn að það væri hafið yfir vafa að Victoria hefði látist vegna ofkælingar og að Marten og Gordon hefðu sýnt fram á stórfellda vanrækslu gagnvart dóttur sinni, sem leiddi til dauða hennar.
Dómarinn benti einnig á að þau hefðu sýnt vanvirðingu og skort á iðrun í réttarsalnum, þar sem þau reyndu í sífellu að eiga í samskiptum með því að skiptast á miðum.
Constance Marten er fædd inn í valdamikla og auðuga fjölskyldu og ólst upp í 25 herbergja glæsihýsi á stórri jörð í syðri Dorseti. Fjölskylda hennar hefur umtalsverð tengsl við bresku konungsfjölskylduna, þar sem amma hennar var æskuvinkona Elisabetar II. Einnig vann faðir Marten lengi fyrir Bretadrottningu.
Marten hefur þó á síðustu árum dregist verulega frá fjölskyldu sinni og sagði hún m.a. við réttarhöldin að nokkrir í fjölskyldu hennar vildu ekki sjá hana á lífi. Mark Gordon kemur hins vegar frá ólíku bakgrunni, þar sem hann ólst upp í Bandaríkjunum við sára fátækt og var 14 ára þegar hann var dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að frelsissvipta og nauðga nágrannakonu sinni. Hann losnaði úr fangelsi 22 árum síðar og þurfti ekki að afplána allan dóminn.