Alexander Isak mun líklega leika sinn fyrsta leik fyrir Liverpool annað kvöld þegar liðið mætir Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Kaup Liverpool á Isak, sem kostaði 125 milljónir punda, vakti mikla athygli. Arne Slot, stjóri Liverpool, staðfesti að Isak sé í hópnum fyrir leikinn, en hann bætti því við að hann muni 100% ekki spila allar 90 mínútur.
Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, talaði um hæfileika Isak og sagði: „Hann hefur litið mjög vel út á æfingasvæðinu og er gríðarlega ákveðinn. Gæðin sem hann býr yfir sáust strax á fyrstu æfingu. Hann hefur komið inn á þetta á mjög jákvæðan hátt og passar vel inn í hópinn.“ Van Dijk var spurður um breiddina í liðinu eftir komu Isak og sagði: „Það er ekki hægt að kalla hann viðbót er það? Hann hefur komið í staðinn fyrir leikmenn sem hafa verið okkur svo mikilvægir.“
Hann benti á að þrátt fyrir verðmiðann fylgdi alltaf ákveðin pressa, en hann sagði: „Við tökum ekki tillit til þess sjálfir.“ Van Dijk lýsti Isak sem leikmanni sem geti skorað á marga vegu og sagði að það snúist um að hann leggi mikið á sig, njóti þess að vera sóknarmaður hjá Liverpool og hjálpi liðinu með mörkum og stoðsendingum.