Í sumar lagði íþrótta- og æskulýðsráð Þjóðmála land undir fót og heimsótti golfparadísina Camiral Golf & Wellness í Katalóníu, í nágrenni Barcelona og steinsnar frá bænum Girona.
Ferðin var skipulögð af ferðaskrifstofunni GB ferðir og flugið var með flugfélaginu Play. Markmið ferðarinnar var að kynnast golfmöguleikum staðarins og leika golf í stuttri en áhersluþrunginni ferð.
Með í för var undirritaður ásamt Stefáni Einar Stefánssyni og Þórði Gunnarssyni úr íþrótta- og æskulýðsráði, auk Giðsla Freys Valdórssonar, sem var Þjóðmálastjóri og sinnti liðveislu og mögulegri sáttamiðlun.