Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú í Bretlandi ásamt eiginkonu sinni, Melaniu Trump. Þessi heimsókn er söguleg þar sem hún er önnur opinbera heimsókn forsetahjónanna til Bretlandseyja. Trump er þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer í tvær ríkisheimsóknir til Bretlands.
Breskir embættismenn og bandarískir diplómatar tóku á móti hjónunum á Stanstead-flugvelli í kvöld. Formleg dagskrá heimsóknarinnar hefst á morgun, þegar Karl Bretakonungur býður forsetahjónunum í veislu í Windsor-kastala. Konungurinn mun einnig sækja viðburði með þeim næstu tvo daga.
Boðsbréf til heimsóknarinnar var sent hjónunum í febrúar í ár í gegnum forsætisráðherrann Keir Starmer, þegar hann heimsótti Hvíta húsið til að ræða tollasamkomulag ríkjanna og málefni Úkraínu. Heimsóknin er talin liður í að liðka fyrir samstarfi ríkjanna.