Birgir Jónasson hefur verið skipaður fangelsismálastjóri til eins árs frá og með 1. október næstkomandi. Hann hefur sinnt starfi fangelsismálastjóra undanfarandi ár í fjarveru Páls Winkels, sem hefur verið í leyfi frá störfum.
Birgir, sem er í leyfi frá embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, mun halda því leyfi áfram meðan á starfi hans sem fangelsismálastjóri stendur. Páll Winkels mun áfram vera í leyfi frá sinni stöðu, en mun taka að sér sérverkefni fyrir félagsmálaráðuneytið.