Rúben Amorim, stjóri Manchester United, gæti misst starfið sitt um helgina ef liðið endurtekur spilamennsku siðustu helgar, samkvæmt mati Alan Shearer. United mætir Chelsea á Old Trafford á morgun og gæti dottið niður í fallsvæðið ef úrslit verða þeim óhagstæð. Liðið hefur aðeins safnað 4 stigum úr fyrstu 4 leikjum, sem er versta byrjun félagsins í 33 ár.
Þrátt fyrir gagnrýni hefur Amorim staðfastlega haldið sig við sitt 3-4-3 leikkerfi. Shearer bendir á að þessi festing hafi orðið United að falli í 3-0 tapinu gegn Manchester City síðustu helgi og segir: „Þetta var eins og menn á móti drengjum. Munurinn í leikkerfi, gæðum og viðhorfi var gífurlegur, þrátt fyrir alla peningana sem United eyddi í sumar.“
Shearer varar við því að liðið megi ekki fá annað högg eins og það um helgina, þar sem það gæti sett framtíð Amorims í hættu. „Þó leikmenn beri einnig ábyrgð, þá er leikstíll Amorims stærsta málið. Þetta er hans hugmyndafræði. Hann mun annað hvort deyja með þessu kerfi eða ná þeim árangri sem hann þarf. Núna lítur þetta mjög illa út og margir leikmenn virðast ekki henta þessu kerfi,“ bætti Shearer við.
Amorim trúir á þetta kerfi, en það getur kostað hann starfið. „Þetta verður gríðarlega áhugaverð helgi,“ segir Shearer um næstu leiki Manchester United.