Skuldir Manchester United nema nú rétt tæplega 1,1 milljarði punda, sem jafngildir um 180 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt nýjustu ársreikningi félagsins, sem birtur var þann 30. júní, voru skuldirnar þá 637 milljónir punda.
Eftir þann tíma, frá 7. júlí til 11. september, hafa skuldirnar aukist um 105 milljónir punda vegna fjögurra úttekta úr lánaheimildum. Auk þess skuldar Manchester United 447 milljónir punda vegna félagaskipta, en önnur félög skuldar þeim einnig 102,6 milljónir punda.
Heildarskuld félagsins er því 1,087 milljarðar punda. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að 205 af 447 milljónum punda sem félagið skuldar vegna félagaskipta þarf ekki að greiða fyrr en á næsta ári.