Breiðablik mætir Þóri/KA í 18. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli klukkan 14 í dag. Leikurinn er sá síðasti fyrir skiptingu deildarinnar.
Breiðablik, sem er Íslandsmeistari, fer inn í leikinn með 46 stig á toppnum, á meðan Þór/KA er í sjöunda sæti með 21 stig. Fylgst verður með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.