Haustmót Lyftingasambands Íslands (LSÍ) í ólympískum lyftingum fór fram síðasta sunnudag í húsnæði World Class (World Fit) á Völlunum í Hafnarfirði.
Guðný Björk Stefánsdóttir stóð uppi sem stigahæst kvenna og hefur þar með tryggt sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í næsta mánuði. Stighæstur karla varð Viktor Jóhann Kristófesrsson.
Alls mættu 24 keppenndur á mótið og sýndu þeir hressileg tilþrif í lyftingum. Athygli vakti að af þessum 24 keppendum voru 21 kona, sem bendir til þess að ólympískar lyftingar séu í mikilli sókn hér á landi, sérstaklega meðal kvenna.
Í spilaranum hér að neðan má sjá skemmtilegar svipmyndir frá mótinu.