Raheem Sterling hafnaði því að ganga í raðir Bayern Munich í sumar, samkvæmt upplýsingum frá The Athletic. Sterling er á mjög erfiðum tíma hjá Chelsea og hefur verið í kuldanum á Stamford Bridge. Fékk félagið ekki að losa sig við hann í sumar, þrátt fyrir að hafa reynt.
Reynsluboltinn er einn af launahærri leikmönnum Chelsea og er ekki tilbúinn að yfirgefa liðið nema að það sé fyrir rétta skrefið. Hann var á láni hjá Arsenal í síðustu leikjatíð, sem hefur einnig haft áhrif á stöðu hans hjá Chelsea.
Vincent Kompany, þjálfari Bayern, hafði áhuga á að bæta Sterling við hóp sinn seint í félagaskiptaglugganu. Hins vegar hafnaði Sterling þessari tillögu af fjölskylduástæðum. Konu hans og börnum líður vel í London, sem hefur haft áhrif á ákvörðun hans.
Þar sem Sterling er áfram hjá Chelsea, er óljóst hvað framtíð hans ber í skauti sér, en hann mun að minnsta kosti vera hjá félaginu fram í janúar.