Í dag féll stór steinn á veginn sem liggur milli Suðavíkur og Ísafjarðar um hádegi. Hann lenti á miðjum veginum hinum megin við Skutulsfjörðinn, rétt utan við flugvöllinn.
Grjóthrun úr Kirkjubólshlíð og Suðavíkurhlið hefur verið þekkt vandamál, en þetta var einn af stærri steinum sem hefur fallið á veginn. Vegfarandi, sem átti leið um svæðið, benti á að það væri mildi að enginn hefði orðið fyrir steininum, sérstaklega þar sem hann féll um hábjartan dag, en ekki í myrkri eða slæmu skyggni.
Vegagerðin var strax látin vita um málið og fjarlægði steininn. Vinnuvél var notuð til að ýta steininum niður í fjöruna.