Lofthelgi yfir Álaborg í Danmörku hefur verið opnað á ný eftir að því var lokað í skamma stund í kvöld. Martin Svendsen, sölu- og markaðsfulltrúi flugvallarins í Álaborg, staðfestir þetta við danska ríkisútvarpið.
Ástæða lokunarinnar var að sést hafði til dróna í nágrenninu. Lögreglan hefur þó ekki staðfest hvort drónum hafi verið flogið yfir flugvöllinn í kvöld.
Lofthelgi yfir Álaborg var einnig lokuð síðast í gærkvöldi vegna dróna sem flugu yfir borgina og flugvöllinn án leyfis.