Göng undir Klettsháls gætu verið besti jarðgangakosturinn á Vestfjörðum ef marka má greiningarvinnu fyrir nýtt svæðisskipulag í landshlutanum, og mikilvægasta vegabótin væri á veginum frá Bíldudal inn Arnarfjörð. Þegar rýnt er nánar í gögnin kemur þó fljótt í ljós að enn skortir undirbúningsvinnu og rannsóknir til að hægt sé að taka afgerandi ákvarðanir.Sveitarfélögin á Vestfjörðum vinna í fyrsta sinn að sameiginlegu svæðisskipulagi. Ein meginstoðin í því er innviðaáætlun. Í henni á að reifa það sem búast má við í innviðaframkvæmdum á gildistímanum. Á fjórðungsþingi sem haldið var í Hnífsdal kynnti Smári Ólafsson hjá VSÓ yfirstandandi greiningarvinnu um hvaða samgönguverkefni væru mest aðkallandi.Tími, peningar, öryggi og tengingar milli byggðalagaReynt er að leggja hlutlægt mat á framkvæmdir. Mögulegur ávinningur af framkvæmdunum er metinn út frá nokkrum þáttumTímasparnaður í umferðinniÖryggiKostnaðursamfélagsleg áhrifTenging milli þéttbýlisstaðaTenging milli landshlutaÁhrif á Vestfjarðaleiðina, hringveginn um VestfirðiÁ næstu stigum vinnunnar þurfi að meta hvaða þætti eigi að leggja áherslu á. Þó vinnunni sé ekki lokið vakti kynningin mikil viðbrögð hjá forsvarsfólki sveitarfélaganna.Klettsháls skorar hæstKlettsháls er á sunnanverðum Vestfjörðum. Göng undir hann myndu stytta leiðina milli Vestfjarða og annarra landshluta og gera hana öruggari.Þetta er sá vegur sem lokast hvað oftast á veturna og væri auk þess tiltölulega ódýr framkvæmd samanborið við önnur fyrirhuguð göng. Hún var því efst á blaði út frá mati á fyrirliggjandi gögnum.Í núverandi forgangsröðun Vegagerðarinnar er hún hins vegar í níunda sæti af tíu auk þess sem sveitarstjórnir á Vestfjörðum hafa lagt mun meiri áherslu á að fá aðra kosti í gegn.Næsti kostur í röðinni væru Álftafjarðargöng sem eiga að tengja Súðavík og Ísafjörð. Í núverandi forgangsröðun eru þau númer fimm í röðinni á landsvísu og þau fyrstu sem yrði ráðist í á Vestfjörðum.Þar á eftir kemur tvöföldun Vestfjarðaganga sem tengja Suðureyri og Flateyri við Ísafjörð.Segja Suðurfjarðagöng ekki njóta sannmælisForsvarsmenn Vesturbyggðar, stærsta sveitarfélagsins á sunnanverðum Vestfjörðum, vöktu þó máls á því að lítið mark væri á niðurstöðunum takandi þar sem útreikningarnir byggðust á röngum forsendum, að minnsta kosti hvað Suðurfjarðargöng varðar. Svo kallast tvenn göng sem myndu tengja byggðakjarnana í Vesturbyggð – Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal.Gerður Björk Sveinsdóttir er sveitarstjóri í Vesturbyggð: „Rót vandans kannski liggur í því að það hefur ekkert verið farið í þennan almennilega vinnu á gangnastæði og eins og forsendur þessarar skýrslu byggja á strikum á blaði sem dregnar voru á sínum tíma hjá Vegagerðinni og öll vinna í rauninni miðast út frá þeim.“Vinnu innviðanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga er ekki lokið en Gerður hefði viljað að sveitarfélögin kæmu fyrr að borðinu. Þau legðu mun meiri áherslu á bættar samgöngur milli byggðarlaga en tengingu milli landshluta.Lega ganganna gæti til að mynda breytt miklu um hvernig möguleg áhrif þeirra eru metin. „Þetta er í rauninni miðast út frá því að gangamunninn sé mjög hátt uppi í um 270 m hæð og þar af leiðandi lítið samfélagslegur ávinningur af gangagerð.“Sýnir hversu mikilvægt er að fjármagna rannsóknir“Þeir sem hafa búið við einangrun vegna erfiða fjallvega, og fá svo göng, ég held það séu nú allir sammála um að það hafi haft veruleg jákvæð samfélagsleg áhrif,“ segir Gerður.Hún bendir á að gagnrýni á þessa þætti varpi enn og aftur ljósi á að Vestfirðir séu aftarlega á merinni í undirbúningi jarðganga. „Það kannski líka bara sýnir okkur hvað er mikilvægt í rauninni að það séu settir peningar í rannsóknir og í rauninni almennilega gagnasöfnun á þessum kostum.Gerður nefnir einnig að þetta mat taki ekki inn í myndina hve brýn þörfin á göngum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar sé, þar sem fjallvegurinn sem nú tengir byggðarlögin er í mjög slæmu ásigkomulagi.“Hann stenst enga skoðun. Mér skilst að það hafi ekki verið farið í neinar viðhaldsframkvæmdir á honum núna í sumar þar sem í rauninni er undirlagið er ónýtt og það hefur ekkert upp á sig“Vegaframkvæmdir og brýr skila ávinningi fyrr en jarðgöngÍ kynningunni var lögð áhersla á að fleira þyrfti til að bæta samgöngur á Vestfjörðum en jarðgöng, sem væru dýr og langt að bíða eftir að þau kæmust í gagnið.Fimmtán stærri vegaframkvæmdir voru metnar út frá sömu forsendum og jarðgangakostirnir. Þar skoruðu fyrirhugaðar vegabætur á leiðinni frá Bíldudal inn Arnarfjörð að Dýrafjarðargöngum áberandi hæst.Þar á eftir komu vegurinn út að Látrabjargi og brú yfir Vatnsfjörð. Þetta væru umbætur sem myndu skila ávinningi mun fyrr en jarðgöng.Yfirstandandi vegbætur Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum eru gott dæmi. Þegar þeim verður lokið styttist suðurleiðin milli Vestfjarða og Reykjavíkur um hálftíma. Einbreiðum brúm fækkar, leiðin verður beinni og erfiðir fjallvegir á borð við Ódrjúgsháls eru úr sögunni. Þessar framkvæmdir hafa hinsvegar verið á áætlun Vegagerðarinnar í áratugi og er enn ólokið.Aukið viðhald og vetrarþjónusta bæta nýtingu á þeim vegum sem eru til staðarLoks ítrekuðu greinendur mikilvægi þess að auka nýtingu á þeim vegum sem þegar væru til staðar. Með betra viðhaldi og aukinni vetrarþjónustu myndi ástandið strax batna. Gerður tekur undir það og segir ljóst að Vestfirðingar búi við eina minnstu þjónustuna á veturna.“Það er nú bara þannig að vegirnir hérna á milli byggðakjarnanna eru ekki mokaðar eftir átta á kvöldin. Það er unnið hins vegar og fólk er að koma heim úr vinnu eftir það. Við erum í erfiðleikum með að samþætta þjónustu fyrir ungmenni vegna þessarar í rauninni bara þjónustutíma Vegagerðarinnar. Þannig að það er algjörlega komin tími á að þetta sé endurskoðað.“
„Stutta svarið er að göng undir Klettsháls koma best út í þessum samanburði“
Nýjast frá Síðustu fréttir
John Travolta fer í fjallgöngu með son sinn í Noregi
John Travolta og sonur hans njóta fjallgöngu í Lofoten-eyjum í Noregi.
Tyrknesk slökkviflugvél hrapaði í Kroatíu – flugmaður lést
Tyrknesk slökkviflugvél hrapaði í Kroatíu í dag og flugmaður vélarinnar lést.
Kötturinn styður barnið með óvenjulegum hætti þegar það grætur
Kötturinn kemur strax til að hjálpa þegar barnið byrjar að gráta.
Hannes Valle Þorsteinsson játaði að hluta í Múlaborgarmálinu
Hannes játaði brot að hluta en neitaði um annað í málum gegn sér.
Réttarhöld yfir Hanni Valle Þorsteinssyni vegna kynferðisbrotanna í Múlaborg
Réttarhöldin yfir Hanni Valle Þorsteinssyni vegna kynferðisbrotanna hefjast 18. nóvember
40 ár liðin frá máli Malaga-fangans Stefáns Almarssonar
Stefán Almarsson var í níu mánuði í spænsku fangelsi eftir að miða leikfangabyssu á lögreglumann.
Vægt frost og frostrigning á vestanverðu landinu í dag
Frost er að vænta víða um landið, en frostlaust verður við vesturstöndina.
Ölvaður maður handtekinn fyrir að hellta bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Ölvaður maður hellti bjór yfir hjólreiðamann sem hafði slasast í slysinu
Tveir menn handteknir fyrir innbrot á veitingastað
Tveir innbrotsþjófar voru handteknir eftir að hafa stolið munum af veitingastað.
Gordon Ramsay neitar að breyta matseðli vegna þyngdartapslyfja
Gordon Ramsay segir að veitingastaðir hans breyti ekki matseðli fyrir fólk á þyngdartapslyfjum