Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna slyss sem varð á vélsleða á Langjökli. Samkvæmt upplýsingum frá Auðunni Kristinssyni, aðgerðastjóra hjá Gæslunni, var einn einstaklingur fluttur á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík.
Þyrlan lenti við spítalann um hálf þrjú í dag. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um ástand mannsins sem var fluttur.
Þetta er aðeins rúm vika síðan þyrlan var síðast kölluð til vegna vélsleðaslyss á sama jökli.