Landsliðsmennirnir Styrmir Snær Þrastarson og Hilmar Smári Henningsson sýndu góðan leik með sínum liðum í evrópska körfuboltanum í dag.
Styrmir Snær og félagar hans í Zamora hófu tímabilið í spænsku B-deildinni með öruggum útisigri á Estela. Styrmir skoraði 12 stig í leiknum og tók eitt frákast á 23 mínútum.
Hilmar Smári og samherjar hans í Jonava máttu þola tap fyrir Siauliai, 93:78, í A-deildinni í Litháen. Hilmar skoraði einnig 12 stig, tók fjögur fráköst og átti eina stoðsendingu á 25 mínútum. Jonava hefur hafið tímabilið illa og tapað fyrstu þremur leikjum sínum.