Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fór fram í dag, þar sem ný stjórn var kjörin. Í stjórninni var töluverð endurnýjun, þar sem Gísli Garðarsson var valinn formaður félagsins.
Auk þess voru kjörin í stjórn Steinunn Rögvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Í fyrra var Auður Alífifa Ketilsdóttir kjörin í stjórn til tveggja ára.
Að auki voru Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson kjörin varamenn. Á fundinum var samþykkt tillaga um að fela stjórn að hefja vinnu við gerð stefnu um málefni Reykjavíkurborgar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.