Systurnar Anna og Lára Ásgeirsdætur hafa nýverið framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þær eru báðar uppaldar í Njarðvík og hafa spilað með félaginu í gegnum allan sinn feril.
Á undanförnum árum hafa þær verið ómissandi hlekkir í liði Njarðvíkur í efstu deild kvenna. Þær voru báðar í liðinu þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2022, auk þess að vinna bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð.