Viðgerðum á vegakafla við Jökulsá í Lóni var haldið áfram í morgun eftir að vegurinn skemmdist verulega í miklu vatnsveðri fyrir helgi. Umferð var opnuð um veginn siðdegis í gær, en framkvæmdir eru enn í gangi.
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, sagði framkvæmdirnar ganga vel. „Við erum að vinna að varnargörðum og í köntum. Vegurinn er að mestu leyti í góðu ástandi, þó að það sé örlítil dæld í honum næst Jökulsá,“ útskýrði hann.
Að sögn Gunnlaugs er ekki jafn mikið af tækjum á staðnum í dag, þar sem þeir eru að vinna í frágangsverkefnum. „Umferð hefur gengið vel og ökumenn hafa sýnt þolinmæði,“ sagði hann.
Gunnlaugur vonast til að framkvæmdirnar verði lokið um hádegi. „Það er smotterí eftir, einhverjar fínsnyrtingar fram í næstu viku. Jafnvel getum við lagt klæðningu á veginn aftur í næstu viku,“ sagði hann að lokum.