Verkefnið Plasda – Green Eco Bottles hefur verið valið sjálfbærasta umbúðafyrirtæki ársins 2025 af breska viðskiptafjölmiðlinum EcoLiveWire. Þetta er verkefni sem Margret Fríksdóttir, frumkvöðlafræðingur og ritstjóri frettin.is, hefur unnið að í mörg ár, þar sem áhersla er lögð á umhverfisvænar umbúðir úr lífbrjótanlegum formúlum.
Margret deildi fréttunum á Facebook-síðu sinni og birti mynd úr umflaun EcoLiveWire. Hún sagði: „Kæru vinir, það er gaman að segja frá því að verkefnið PLASDA – Green eco bottles, sem ég hef verið að vinna að undanfarin ár, hefur verið valið sjálfbærasta umbúðafyrirtæki ársins 2025 og við hlutum verðlaun frá Corporate Live Wire nýlega.“
Verðlaunin verða afhent í Bandaríkjunum á næsta ári, og blaðið með umflaun um fyrirtækið hefur þegar verið dreift víða um heim. Auk þess tók Plasda þátt í stærstu nýsköpunar- og tækni-ráðstefnu heims í Berlín í maí, og hefur nú þegar verið boðið á aðra ráðstefnu í arabísku furstadæmunum í næsta mánuði.
Margret greindi frá því að fyrirtækið hafi náð samningum við verksmiðjur í þremur löndum og þremur heimshornum, sem vinna að þróun og rannsóknum. Hún lýsti einnig eftirvæntingu og spennu í kringum vörurnar, sem standa undir markmiðum þeirra um að draga úr örplastmengun, sem er orðið stærsta umhverfisvandamálið í heiminum.
Margret bætir við: „Við sjáum fyrir okkur að Ísland gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að útrýma mengandi plasti eins og mögulegt er, en auðvitað verður þetta alþjóðleg vara. Við viljum leggja okkar af mörkum fyrir móður náttúru um heim allan.“ Hún hvatti fólk til að hafa samband ef það óskaði eftir frekari upplýsingum, og vísar á vefsíðurnar plasda.com og greenbottles.net.