Björn Gíslason, formaður Fylkis og borgarfulltrúi, hlaut nýverið sérstaka viðurkenningu fyrir óeigingjarnt og mikilvægt framlag sitt til uppbyggingar rafíþrótta á Íslandi. Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) veitti honum Hvatningarverðlaun á hátíðlegri athöfn í Skjálfta á laugardag.
Viðurkenningin var afhent í fyrsta sinn af Willum Þór Þórssyni, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), Kára Björnssyni, formanni RÍSÍ, og Ólafi Hrafni Steinarssyni, stofnanda og fyrrverandi formanni sambandsins. Í tilkynningu frá RÍSÍ kom fram að viðurkenningin sé ætlað að heiðra Björn fyrir mikilvægt framlag hans við að efla samféla rafíþrótta á Íslandi, skapa jákvæðar fyrirmyndir og stuðla að vexti greinarinnar.
Skjálfti var áður lykilviðburður í íslensku rafíþróttalífi, haldinn á árunum 1998-2005, en hefur nú verið endurvakinn eftir tuttugu ára hlé. Um þrjú hundruð manns tóku þátt í mótinu, sem lauk í gærkvöldi.