Faðir í Michigan, sem var sakfelldur fyrir að bera kynfæri sín fyrir framan barn, átti að fá refsingu þann 11. september síðastliðinn. Hins vegar var hann handtekinn og ákærður fyrir alvarlegri brot áður en dómsmeðferðin fór fram. Um morguninn hafði hann skotið þrjú börn sín, þar af eitt til bana.
Jeff Smere, 44 ára, hafði rekið dagvistun fyrir börn á árunum 2020-2023. Hann var ákærður fyrir að hafa sýnt kynfæri sín fyrir einu barni í hans umsjá og var sakfelldur í dómi. Ákærði vaknaði þennan morgun, hafði vekja börn sín til að senda þau í skólann, en skaut þau síðan af einhverjum ástæðum.
Lögreglan fékk tilkynningu um skothvelli á heimilinu klukkan sex um morguninn. Þegar þeir komu á vettvang, fundust börnin þrjú liggjandi í blóði sínu. Eiginkona Smera og elsti sonur hans náðu að stöðva aðförina, en hann reyndi að svipta sig lífi eftir árasina.
Smere játaði sök sína í skýrslutöku og sagði að hann hefði skipulagt árásina í um viku. Kayleb, 17 ára sonur hans, lést af sárum sínum. Hin börnin, Bentley, 13 ára, og Kinzley, 12 ára, lifðu árásina af en voru flutt alvarlega slösuð á gjörgæsludeild.
Kinzley er nú lamað frá hálsi og niður, þar sem hún varð fyrir skoti í bakið. Samkvæmt GoFundMe-síðu fjölskyldunnar var Kinzley áhugasöm um blak og dans, en mun nú ekki geta stundað neitt af þessu. Bentley slapp betur en slasaðist verulega, en hann er með brotin kinnbein, brotin kjálka og brotið nefbein.
Smere er nú ákærður fyrir eitt morð, tvær morðtilraunir, barnaverndarbrot, heimilisofbeldi gegn börnum og fjölda brota gegn vopnalögum. „Móðirin situr nú eftir og þarf að hugsa um tvö slasað börn á sama tíma sem hún syrgir son sinn og eiginmann. Hún stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að skipuleggja jarðarfar, borga síhækkandi reikninga vegna heilbrigðisþjónustu og þurfa að sjá fjölskyldu sinni fyrir nauðsynjum á borð við mat,“ segir á GoFundMe.