Lagarfoss hefur nú yfirgefið Ísland og hélt af stað frá Reykjavík sl. laugardagsmorgun til Portúgals. Skipið, sem nú ber nafnið Atlantico, kom til hafnar í gærmorgun.
Í tilkynningu Eimskipafélags Íslands var greint frá því að Lagarfoss hefði þjónað fyrirtækinu í rúman áratug og gegnt mikilvægu hlutverki í rekstri þess. Samkvæmt heimildum var skipið selt í júlí.
Kaupandi Lagarfoss er Grupo Sousa, flutninga- og hafnarrekstrarfyrirtæki með aðsetur á Madeira. Grupo Sousa rekur skipafélagið GS Lines, sem sinnir reglulegum vöruferðum milli Portúgals og Asóreyja, Madeira, Kanaríeyja, Grænhöfðaeyja og Gínea-Bissá í Afríku með sex skipum.