Skora á meirihlutann í borginni að falla frá tillögum

Smelltu hér til að lesa meira
eftir
fyrir 3 mánuðir síðan
1 mín. lestur

Nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavíkurborg um breytingu á leikskólakerfinu eru „reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti“ að mati forseta ASÍ og formanns BSRB. Með þeim sé verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna auk þess sem gjaldskráin sé hækkuð umtalsvert.Þetta kemur fram í grein sem Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, birtu á Vísi í dag.Fréttastofa greindi frá nýjum tillögum meirihlutans í gær. Lögð er til ný tekjutengd gjaldskrá með hvötum til að hafa dvalartíma barna í hverri viku 38 tíma eða skemmri. Þar með farin svipuð leið og var innleidd í Kópavogi fyrir nokkrum árum.Samhliða þessu mun gjaldskráin taka mið af tekjum foreldra og hjúskaparstöðu.Í greininni er bent á að breytingin hafi langmest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 krónur. Séu þeir með barn á leikskóla í átta tíma á dag hækki gjaldið um 65%.Þá segja þau að vandi leikskólakerfisins sé kerfisbundinn og snúi að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Reykjavík bætist hér í hóp sveitarfélaga sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk.

Tengt efni

Powered by GetYourGuide

Nýjast frá Síðustu fréttir

Fyrri grein

Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar skapa áhyggjur um barnafjölskyldur

Næsta grein

Yfirspenna olli rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal án fordæma

Don't Miss

Starfslokasamningar stjórnenda Reykjavíkurborgar kosta 50 milljónir

Tveir starfslokasamningar við stjórnendur Reykjavíkurborgar nema 50 milljónum króna.

Reykjavíkurborg hættir gjaldtöku á bílastæðum við Landspítalann

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta gjaldtöku á bílastæðum á svæði 4.

Helga M. Níelsdóttir breytti fæðingarheimili í íbúðarhús

Helga M. Níelsdóttir breytti fæðingarheimili í Reykjavík í íbúðarhús.