Í neðansjávarvinnu er margt að gera, en ekki er fyrir alla að smeygja sér í þurrgalla, festa á sig súrefnistanka og kafa ofan í myrkur hafsins til að framkvæma viðgerðir á búnaði. Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri Sjóteknni, viðurkennir að ákveðin manngerð sé líklegri til að ná árangri í þessum krefjandi störfum, þar sem þau kalla á aga, þrautseigju, nákvæmni og varfærni.
Verkefnum hjá Sjóteknni hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin. Í nýjustu þróuninni hafa kafararnir einnig fengið liðsauka frá fjarstýrðum róbótum, sem auka möguleika þeirra í neðansjávarvinnu. Kjartan stofnaði Sjóteknni árið 2002, en hann hóf að stunda köfun á áttunda áratugnum og hefur því yfir að ráða áratuga reynslu í þessum geira.