Knattspyrnumaðurinn ungi Viktor Bjarki Daðason hefur nú framlengt samning sinn við FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Félagið tilkynnti um þetta í dag, en ekki var gefin út nákvæm lengd samningsins, aðeins að um sé að ræða langtímasamning.
Viktor hefur vakið mikla athygli forráðamanna félagsins eftir að hann gekk til liðs við það frá uppeldisfélaginu Fram. Þó að hann hafi aðallega leikið með yngri liðum félagsins, hefur hann einnig verið í hópi aðalliðsins. Viktor, sem er aðeins 17 ára, hefur staðið sig vel með U19 liði félagsins á tímabilinu.