Mikil sorg ríkir á heimili Jimmy Fallon, eftir að hundurinn hans, Gary, lést. Gary var stór og mikilvægur hluti af fjölskyldu Fallon í nærri 14 ár.
Fallon tilkynnti um andlát Garys á Instagram-síðu sinni í gær og birti fallegar myndir af hundinum, sem var af tegundinni Golden Retriever. Hann lýsti Gary sem „síðasta nafnið sem við skrifuðum á öll afmæliskort“ og „fyrsta barn okkar.“
Í færslunni sagði Fallon einnig: „Hún var sálfræðingur, koddi, stóra systir, skólameistari, grínisti, partýstelpa og uppreisnarseggur. Alls ekki varðhundur – hún hefði hleypt innbrotsþjófum inn og sýnt þeim hvar við geymdum beikonið og ostsneiðarnar.“
Fallon bætti við að fjölskyldan, þar á meðal Franny, Winnie og mamma, sakni Garys mikið. „Húsið saknar þín. Það er svo hljótt í húsinu. Þögnin er svo hávær. En þessi þögn fyllist hægt og rólega af sögum um þig og hlátri á milli snöktanna. Takk fyrir allt. Guð, hvað við saknum þín mikið. Góðanótt, Gary,“ skrifaði Fallon.
Fjölmargir hafa sent Fallon og fjölskyldu samúðarkveðjur á samfélagsmiðlum. Þar á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Al Roker, leikkonurnar Bridget Everett, Rachel Dratch og Chrissy Metz, auk Mary Ellen Matthews, ljósmyndara Saturday Night Live.