Enginn af þeim átján söngleikjum sem frumsýndir voru á Broadway í New York-borg á síðasta leikári hefur skilað hagnaði. Samkvæmt greiningu New York Times eru þó einhverjir þeirra hugsanlega á leiðinni að ná því markmiði, en þónokkrir hafa þurft að loka eftir stuttan tíma á fjölum leikhúsa borgarinnar.
Nýir söngleikir eins og Tammy Faye, Boop! og Smash, sem hver um sig kostaði að minnsta kosti 20 milljónir bandáríkjadala í svíðsetningu, hafa horfið innan fjögurra mánaða frá frumsýningu. Fjárfesting í öllum þremur söngleikjunum hefur glatast.
Stórtækar endurgerðir klassískra söngleikja hafa einnig átt erfitt uppdráttar. Til dæmis lagði söngleikurinn Cabaret upp laupana með algjöru tapi. Kostnaðar áætlun uppsetningarinnar nam 26 milljónum dala og innihélt dýrar breytingar á leikhúsi til að líkjast næturklúbbi. Jafnvel Sunset Boulevard, sem hlaut Tony-verðlaun, náði ekki að koma út á núllinu.
Fyrirheit um skammlíf
Í nýrri grein New York Times er fjallað um að nýju söngleikjunum sé spáð skammri líftíð á leiksviðinu. Fjórutíu og sex nýir söngleikir hafa verið settir á svið frá heimsfaraldri, með áætlaðan kostnað við uppsetningu þeirra sem nemur um átta hundruð milljónum dala. Aðeins þrir þeirra hafa skilað hagnaði hingað til, þrátt fyrir góðar dóma og jafnvel Tony-verðlaun.
Framleiðendur telja að ýmislegt vinni gegn því að söngleikir skili hagnaði, og fjárfestar hafa byrjað að halda að sér höndum. Miðaverð hefur lítið hækkað á sama tíma og kostnaður við að setja söngleiki á svið hefur hækkað mikið síðustu ár, auk þess sem miðasala hefur ekki náð þeim hæðum sem hún var í fyrir heimsfaraldur.
Söngleikurinn The Outsiders, sem hlaut Tony-verðlaun í fyrra, er einn af fáum sem talinn er geta komið út réttum megin við núllið.