Miðaverð á tónleikum í heiminum hefur hækkað verulega síðustu árin. Samkvæmt nýjustu tölum frá Bretlandi hefur meðalverð hækkað um 521% frá árinu 1996 til 2025. Þetta þýðir að verð miðanna hefur farið úr 17 pundum í 106 pund, eða um 17 þúsund íslenskar krónur.
Þessar tölur taka til allra tónleika, en ef litið er á stórtónleika er hækkunin enn meiri. Þróunin var til umfjöllunar í breska blaðinu The Guardian, þar sem komið var inn á að ef miðaverð hefði hækkað í takt við verðbólgu, væri meðalverðið nú um 34 pund, eða um 5.500 krónur.
Mesta hækkunin hefur verið á síðustu árum, þar sem miðaverð hefur hækkað um 80% frá árinu 2021. Þessi mikla hækkun á miðaverði vekur athygli á áskorunum sem tónlistariðnaðurinn stendur frammi fyrir, jafnt fyrir tónlistarmenn sem og áhorfendur.